Um okkur

Galleríið var stofnað vorið 2011 og er rekið af listamönnum sem flestir eru einnig með vinnustofur í húsinu. Þar er að finna fjölbreytta flóru myndlistar og hönnunar s.s. málverk, grafik, skúlptúr, leirlist, textil og skartgripi. Tekið er vel á móti hópum, innlendum sem erlendum. Tilvalið fyrir starfsmannafélög og félagasamtök að heimsækja Gallerí Korpúlfsstaði og fara í skoðunarferð um þetta merka hús. Verið hjartanlega velkomin í Gallerí Korpúlfsstaði, þar sem hægt er að finna gjafir fyrir öll tækifæri, stór sem smá. Listamenn Gallerísins taka vel á móti ykkur.

Listakonurnar eru:

Ásdís Þórarinsdóttir, Dóra Kristín Halldórsdóttir, Edda Þórey Kristfinnsdóttir, Elva Hreiðarsdóttir, Beta Gagga, Hafdís Brands, Gunnhildur Ólafsdóttir, Marilyn Herdís Mellk, Sigrún Sveinsdóttir, Valgerður Björnsdóttir and Þórdís Elín Jóelsdóttir.

 

Beint frá listamanni