Þórdís Elín Jóelsdóttir

Þórdís vinnur aðallega ætingamyndir í kopar, sem hún síðan vatnslitar.  Myndefnið er íslensk náttúra og maðurinn í náttúrunni. Einnig hefur hún fengist við vatnslitaþrykk, þar sem málað er með vatnslit á gler og þrykkt á þunnan pappír.  Síðustu ár hefur hún blandað þessum tveimur aðferðum saman, þrykkir koparætingar á vatnslitaþrykk sem er límt á grafíkpappír um leið og þrykkt er.  Aðferðin kallast chine collé.  Þórdís var í myndlistarnámi við Fjölbrautarskólann í Breiðholti, listasviði 1982-85 og grafíkdeild MHÍ 1985-88.  Hún hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum heima og erlendis.

© 2020 Gallerí Korpúlfsstaðir. 

Thorsvegur 1, 112 Reykjavík, Iceland

  • Facebook Clean