Search
  • Gallerí Korpúlfsstaðir

Sigrún Sveinsdóttir sýnir á "Nr. 2 Umhverfing á Egilstöðum". Samsýning Héraðstengdra list


Verkefnið UMHVERFING er röð sýninga sem settar verða upp umhverfis landið á næstu árum. Akademía Skynjunarinnar stendur að verkefninu. Fyrsta sýningin Nr. 1 Umhverfing var haldin á Sauðárkróki í Skagafirði sumar 2017. Nr. 2 Umhverfing sem verður sett upp í húsnæði Minjasafnsins og Heilbrigðistofnunar Austurlands á Egilstöðum og Sláturhúsinu, Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs Sýningin verður opnuð 17. Júní 2018 og mun standa til 7. september 2018. Sýningin Nr. 2 Umhverfing er unnin í samstarfi við Minjasafnið á Egilssstöðum, Heilbrigðisstofnun Austurlands, Menningarmiðstöð Fljótsdalshéraðs og Sveitarfélag Fljótsdalshéraðs. Markmið verkefnisins Umhverfing er að setja upp myndlistarsýningar á stöðum og í húsnæði þar sem ekki er hefð fyrir nútíma myndlistarsýningum og þar sem oft fyrirfinnst ekki hefðbundið sýningarhúsnæði fyrir myndlist. Tilgangurinn er að færa myndlistina inn í óhefðbundið rými og skapa umræðu um tilgang lífs og lista. Margrét Elísabet Ólafsdóttir fagurfræðingur segir um verkefnið: „Sýningin Umhverfing hverfist um samband mannsins við umhverfi sitt. Umhverfið getur verið náttúran, dýrin eða menningar- og félagslegt umhverfi sem byggir á samskiptum okkar mannfólksins og verður til fyrir áhrif frá athöfnum okkar. Umhverfing vísar til þess hvernig athafnir eiga þátt í að móta og endurmóta það umhverfi sem við búum í, en spyr einnig þeirrar spurningar hvernig við viljum móta það.“


10 views

© 2020 Gallerí Korpúlfsstaðir. 

Thorsvegur 1, 112 Reykjavík, Iceland

  • Facebook Clean