Veggurinn 

"Jökullinn"
Sigrún Sveinsdóttir

05/09/2017 - 28/10/2017

Fyrir ári síðan tókum við fjórar vinkonur úr Gallerí Korpúlfsstöðum þátt í námskeiði hjá Elvu Hreiðarsdóttur sem haldið var í Hvíta húsinu við Hellissand. 

Snæfellsjökullinn blasti við okkur í allri sinni dýrð og heillaðist ég gjörsamlega. Við sátum úti í hrauninu og skissuðum og áttum dásamlegan tíma. Síðan þá hef ég gert myndir af jöklinum á ýmsa vegu. Ég hef þrykkt með sólarætingu, einþrykki og einnig olíu. Afraksturinn sýni ég á þessari sýningu.