Anna Gunnlaugsdóttir

Á ferli sínum sem listmálari, hefur það ætíð verið konan og hlutverk hennar í samfélaginu sem þjónar inntakið verka hennar.  Hún notar konuna sem efnivið í málverkin og stillir henni upp á þann hátt sem viðfangsefnin krefjast hverju sinni.  Anna stundaði nám við MHÍ 1974-78, sérsvið málun og 1979 í Ecole nationale supérieure des beaux-arts í París.  Lærði grafíska hönnun í MHÍ árin 1981-83 og nam kennslufræði við LHÍ 2004-06.  Hún hefur haldið hátt á annan tug einkasýninga og tekið þátt í ýmsum samsýningum.

© 2020 Gallerí Korpúlfsstaðir. 

Thorsvegur 1, 112 Reykjavík, Iceland

  • Facebook Clean